• Vegan samtökin

  Samtök um réttindi dýra til lífs og frelsis

 • Af hverju gerist fólk vegan?

  Hlustaðu í tíu mínútur

  James Aspey segir frá

 • Fyrir dýrin, jörðina og heilsuna

  Ef við getum lifað góðu lífi án þess að valda dýrum þjáningu, því ekki að velja vegan?

  Dýravernd

  Húsdýr eru skyni gæddar verur sem hafa tilfinningar og mynda náin tengsl við önnur dýr þegar þau fá tækifæri til þess. Þau hafa mismunandi persónuleika og leika sér, rétt eins og gæludýr. Húsdýr hafa enga rödd og geta ekki varið sig eða tjáð þarfir sínar svo að vel skiljist. Þau lifa við innilokun, tæknisæðingar, geldingar, skort á læknaþjónustu og það að missa afkvæmi sín reglulega í sláturhús. Því miður eru langflest íslensk húsdýr alin í verksmiðjubúum. Veganismi er stærsta og mest vaxandi réttindaabarátta sem háð er í heiminum í dag. Meira hér.

  Gróðurhúsaáhrif

  Árið 2006 gáfu Sameinuðu þjóðirnar út skýrslu sem segir að framleiðsla dýraafurða mengar andrúmsloftið meira en allur samgönguflotinn til samans. Því má segja að það hafi meiri jákvæð áhrif á loftslagið að hætta að borða kjöt heldur en að leggja fjölskyldubílnum. Í heildina er framleiðsla dýraafurða ábyrg fyrir að minnsta kosti 18% af útblástri gróðurhúsalofttegunda. Framleiðsla dýraafurða á einnig þátt í landeyðingu, ofbeit, orkusóun, eyðingu skóga og hnignun lífræðilegs fjölbreytileika. Meira hér.

  Heilsuvernd

  Vinsældir vegan heilfæðis er að aukast. Vegan heilfæði er mataræði án dýraafurða og unninna matvara. Heimildarmyndin Forks Over Knives (2011) segir frá því hvernig vegan heilfæði getur komið í veg fyrir helstu lífstílssjúkdóma og átt þátt í að lækna þá. Meira hér.

  Verksmiðjubúskapur

  Dýr í verksmiðjubúum (svín og hænsni) eru alin í þröngum skemmum þar sem eðlislægar þarfir þeirra eru hafðar að engu. Þau fara aldrei út, sjá aldrei sólarljós og anda aldrei að sér fersku lofti. Þau geta ekki hreyft sig á eðlilegan hátt eða gengið um. Þau sofa ekki í bæli heldur á steingólfi eða grindum. Eftirlitsdýralæknar hafa reglulega tilkynnt um beinbrot og dritbruna kjúklinga án þess að neitt hafi verið aðhafst. Árið 2014 fundu eftirlitsaðilar legusár á gyltum á öllum svínabúum sem heimsótt voru. Langflest dýr sem alin eru í matvælaframleiðslu á Íslandi koma úr verksmiðjubúum. Meira hér.

  Að valda öðrum óþarfa þjáningu

  Ef við getum lifað góðu lífi án þess að valda dýrum þjáningu, því ekki að velja vegan?

   

  „Það er afstaða Samtaka bandarískra næringarfræðinga að vel skipulagt grænmetisfæði, þar á meðal vegan fæði, er heilsusamlegt, inniheldur nóga næringu og getur nýst sem forvörn og meðferð vissra sjúkdóma. Vel skipulagt grænmetisfæði er viðeigandi fyrir einstaklinga á hvaða lífskeiði sem er, að meðtaldri meðgöngu, brjóstagjöf, ungbarnastigi, bernsku og unglingsárum og einnig fyrir íþróttafólk. Grænmetisfæði er skilgreint sem fæði sem inniheldur ekkert kjöt (þar á meðal fuglakjöt) eða fisk, eða vörur sem innihalda slíkt.“

   

  Skýrsluna þeirra má lesa hér.

  Matvælasóun og auðlindasóun

  Framleiðsla dýraafurða stuðlar að sóun verðmætra náttúruauðlinda. Til að rækta eina hitaeiningu af kjöti þarf mun meira land, vatn og jarðefnaeldsneyti heldur en til þess að rækta eina hitaeiningu af plöntufæði. Sem dæmi þarf um sextán kíló af dýrafóðri (plöntum) til að framleiða eitt kíló af nautakjöti. Meirihluti ræktaðs lands á jörðinni er notað í ræktun dýrafóðurs í stað matar til manneldis. Sumar þjóðir ættu frekar að rækta korn, baunir, grænmeti eða ávexti fyrir landa sína. Við erum í bókstaflegri merkingu að fleygja fæðunni fyrir svínin í stað þess að fæða svanga munna. Það má hafa í huga að hluti af dýrafóðri á Íslandi er innflutt. Þannig höfum við Íslendingar bein áhrif á hvaða matur er ræktaður annars staðar á jörðinni. Meira hér.

 • Vegan fyrir dýrin

  Viltu vita meira um aðbúnað húsdýra á Íslandi? Smelltu hér

  Af hverju vegan?

  Í stuttu máli.

  Hver vilt þú vera?

  "Saman erum við miskunn fyrir dýrin. Við erum vegan." - Mercy For Animals

 • Vegan samtökin

  All Posts
  ×