Return to site

Af hverju ákvaðstu að vera vegan?

Spurning sem ég fæ reglulega frá fólki og yfirleitt fyrir forvitnissakir svo ég ákvað að henda í eitt stykki bloggfærslu til að allavega deila því með ykkur af hverju ég gerðist vegan.

Konan mín var búin að vera grænmetisæta í 3 mánuði þegar hún ákvað að gerast vegan. Þegar hún tók þá ákvörðun ákvað ég að leggjast yfir að stúdera veganisma, aðallega fyrir forvitnissakir. Ég þurfti ekki nema tvo daga til að átta mig á hversu siðferðislega rangt það er að taka líf saklausra einstaklinga fyrir eingöngu mína bragðlauka og þess vegan fylgdi ég fordæmi konu minnar einungis tveim dögum seinna og hef verið vegan núna í 14 mánuði. Þegar ég var orðin vegan vildi ég kynna mér meira en "bara" siðferðislegu hliðina og horfði á nokkrar heimildamyndir. Þá vissi ég að ég var ekki bara vegan af siðferðisástæðum heldur vegna þess að eldisdýraiðnaðurinn er að eyðileggja jörðina okkar og hægt og rólega að drepa okkur með td öllum þeim lífsstílssjúkdómum sem herja á fólk í dag.

Ég vissi ekki að á meðan ég var að neyta dýraafurða þá var ég að stuðla að óþarfa grimmd og þjáningu annarra einstaklinga algerlega að óþörfu.

Ég vissi ekki á meðan ég var að neyta dýraafurða að ef að ég héldi því áfram yrði góðar líkur á því að eftir um það bil 50 ár yrði jörðin okkar ekki lengur sjálfbær sökum eldisdýraiðnaðarins, og hvað verður þá um börnin mín og barnabörn? Ég vil að þau fái að njóta jarðarinnar líka.

Ég vissi ekki að vegan matarræði gæti í langflestum tilvikum læknað bæði andlega og líkamlega sjúkdóma.

Ég vissi ekki að eldisdýraiðnaðurinn mengaði meira en allur heimsins bílafloti til samans.

Ég vissi ekki að við erum rúmlega 7 billjarðar manns á jörðinni og við eigum mat fyrir 11 billjarða manns en samt er hungursneyð, og það vegna eldisdýraiðnaðarins.

Svo margt sem ég ekki vissi fyrir 14 mánuðum síðan en veit í dag og það er ástæðan fyrir því að ég er vegan.

Elskum alla jafnt, veljum vegan
Knús og kram
Lilja Rós, formaður Vegan Samtakanna.

All Posts
×

Almost done…

We just sent you an email. Please click the link in the email to confirm your subscription!

OKSubscriptions powered by Strikingly